Innlent

„Ekkert rólegheita vorveður í kortunum“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Það gæti farið í tíu stig um þarnæstu helgi fyrir norðan en heldur svalara sunnanlands, fimm til sjö stig,“segir Þorsteinn.
„Það gæti farið í tíu stig um þarnæstu helgi fyrir norðan en heldur svalara sunnanlands, fimm til sjö stig,“segir Þorsteinn. vísir/ernir
Veðurguðirnir hafa sýnt landsmönnum mátt sinn og megin síðustu mánuði. Íslendinga er farið að þyrsta í sól og sumar eftir erfiðan vetur og eflaust einhverjir orðnir óþreyjufullir. Biðin er þó enn ekki á enda því töluvert er í að sólin láti sjá sig almennilega.

„Það verður vetrarveður á morgun – hörkuvetrarveður á norðanverðulandinu – kalt og leiðinlegt, en á að vera komið gott veður á sunnudag. Það er þó von á annarri lægð á sunnudagskvöldinu en vonandi bara seint. En það er ekkert rólegheitar vorveður í kortunum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Hann segir að von sé á hlýnandi veðri í lok næstu viku, þó heldur vætusömu sunnan- og vestanlands.

„Það verður sennilega bjart og fínt á norður- og austurlandi. Það gæti farið í tíu stig um þarnæstu helgi fyrir norðan en heldur svalara sunnanlands, fimm til sjö stig,“ segir Þorsteinn.

Veðurstofan varar við stormi í kvöld, 13-20 metrum á sekúndu, á austanverðu landinu. Búist er við talsverðri snjókomu eða slyddu, en rigningu við suðausturströndina í kvöld. Norðaustan 10-15 vestantil og úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×