Horft yfir farinn veg Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. apríl 2015 07:50 Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun