Vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á næstu fimm árum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 20:30 Kristján Þór Júlíusson segir öldrun þjóðarinnar áskorun, verkefni sem þurfi að takast á við. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár. Verkfall 2016 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár.
Verkfall 2016 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent