Alþjóðleg neyðaraðstoð er tekin að berast en betur má ef duga skal segir stofnunin en tæplega ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns. Skjálftinn var 7,8 stig að stærð og stórskemmdi stóran hluta höfuðborgarinnar Katmandu og svæðisins í kring.

Forsætisráðherrann Sushil Koirala segir yfirvöld landsins þurfa á tjöldum og lyfjum og að það uppbyggingarstarf sem framundan sé verði erfið.
Talsmaður ferðamálaráðuneytis landsins segir að búið sé að bjarga tvö hundruð fjallgöngumönnum úr grunnbúðum og hlíðum Everestfjalls.