Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2015 09:30 „Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti