Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 20:30 Guðrún Jónsdóttir hefur barist gegn þessum viðhorfum í mörg ár. Vísir/gva/getty „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30