Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2015 16:26 Valgeir Guðjónsson reyndist Helga Lund betri en enginn laugardagskvöld Vísir „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. Fimm voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega. Fór málið fyrir héraðsdóm þar sem ökumaðurinn var dæmdur í fangelsi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Einn farþeganna sem slapp með skrekkinn í slysinu, Helgi Lund, naut aðstoðar Valgeirs augnablikum eftir að bíllinn stöðvaðist. Talið er að bíllinn hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson.Fannst eðlilegt að biðja um lagið „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi rifjar upp hvernig Valgeir hafi sest niður með sér og byrjað að spjalla. Það fyrsta sem hafi komið upp í huga hans hafi þó verið beiðni um að syngja með sér popplag, og ekkert venjulegt popplag. Sjálft Popplag í G-dúr. „Þetta var svo furðulegt. Ég veit ekkert af hverju. Ég þekki svo mörg lög með honum, mörg miklu betur og á svo sem enga aðra tengingu eða minningu við þetta lag,“ segir Helgi um ástæðu þess að hann bað Valgeir um að syngja fyrrnefnt lag. „Ég vissi hver hann var og þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann. Mér fannst þetta voða eðlilegt á þessum tímapunkti.“Hægt er að hlusta á lagið Popplag í G-dúr hér að neðanSviplegur endir á frábærum degi Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli.„Þú söngst Popplag í G-dúr“ „Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Hann hafi verið á leiðinni til Reykjavíkur að loknum tónleikum í Garðinum. Þar tróð hann upp með Gunnari Þórðarsyni, Of Monsters and Men og fleiri þekktum hljómsveitum. „Þarna var Of Monsters and Men við það að stíga upp í flugvél á leið til heimsfrægðar,“ segir Valgeir sem hafði greinilega gaman af því að hitta sveitarmeðlimi. Hann hafi svo verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ekur fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir.„Ég þekki þig“ „Helgi kemur út úr bílnum og veit ekki hvort hann er að koma eða að fara. Þetta var örugglega hrikaleg lostupplifun. Hann vissi ekki hvað hafði gerst,“ segir Helgi. Valgeir hafi staðið og reynt að hjálpa til. „Þá segir hann: „Ég þekki þig. Ég veit ekkert hvað þú heitir en þú söngst Popplag í G-dúr.“ Já, sagði ég. Þá sagði hann: „Ertu til í að syngja það fyrir mig?“ Valgeir hafi leitt hann til hliðar í lítinn grasbala. „Og ég bara söng Popplag í G-dúr.“Algjör bömmer Greinilegt er að minningin situr fast í kollum þeirra Helga og Valgeirs. Valgeir á sjálfur minningu af bílslysum þar sem kona hans meðal annars meiddist. „Það er nógu erfitt að koma að svona,“ segir Valgeir og finnur greinilega til með þeim sem slösuðust í slysinu. Aðspurður hvort lagið sem hann söng, Popplag í G-dúr, hafi ekki verið tilvalið í ljósi upphafslínu lagsins tekur Valgeir undir með blaðamanni. „Þetta er bömmer eins og hann getur orðið af dýpstu upplifun,“ en lagið hefst sem kunnugt er á orðunum: „Ég er hér staddur á algörum bömmer…“ Helgi hafi tekið undir í viðlaginu og honum hafi liðið eins og hann væri að gera eitthvað gagn. Ljóst er á orðum Helga að hann er svo sannarlega sama sinnis. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. Fimm voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega. Fór málið fyrir héraðsdóm þar sem ökumaðurinn var dæmdur í fangelsi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Einn farþeganna sem slapp með skrekkinn í slysinu, Helgi Lund, naut aðstoðar Valgeirs augnablikum eftir að bíllinn stöðvaðist. Talið er að bíllinn hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson.Fannst eðlilegt að biðja um lagið „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi rifjar upp hvernig Valgeir hafi sest niður með sér og byrjað að spjalla. Það fyrsta sem hafi komið upp í huga hans hafi þó verið beiðni um að syngja með sér popplag, og ekkert venjulegt popplag. Sjálft Popplag í G-dúr. „Þetta var svo furðulegt. Ég veit ekkert af hverju. Ég þekki svo mörg lög með honum, mörg miklu betur og á svo sem enga aðra tengingu eða minningu við þetta lag,“ segir Helgi um ástæðu þess að hann bað Valgeir um að syngja fyrrnefnt lag. „Ég vissi hver hann var og þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann. Mér fannst þetta voða eðlilegt á þessum tímapunkti.“Hægt er að hlusta á lagið Popplag í G-dúr hér að neðanSviplegur endir á frábærum degi Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli.„Þú söngst Popplag í G-dúr“ „Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Hann hafi verið á leiðinni til Reykjavíkur að loknum tónleikum í Garðinum. Þar tróð hann upp með Gunnari Þórðarsyni, Of Monsters and Men og fleiri þekktum hljómsveitum. „Þarna var Of Monsters and Men við það að stíga upp í flugvél á leið til heimsfrægðar,“ segir Valgeir sem hafði greinilega gaman af því að hitta sveitarmeðlimi. Hann hafi svo verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ekur fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir.„Ég þekki þig“ „Helgi kemur út úr bílnum og veit ekki hvort hann er að koma eða að fara. Þetta var örugglega hrikaleg lostupplifun. Hann vissi ekki hvað hafði gerst,“ segir Helgi. Valgeir hafi staðið og reynt að hjálpa til. „Þá segir hann: „Ég þekki þig. Ég veit ekkert hvað þú heitir en þú söngst Popplag í G-dúr.“ Já, sagði ég. Þá sagði hann: „Ertu til í að syngja það fyrir mig?“ Valgeir hafi leitt hann til hliðar í lítinn grasbala. „Og ég bara söng Popplag í G-dúr.“Algjör bömmer Greinilegt er að minningin situr fast í kollum þeirra Helga og Valgeirs. Valgeir á sjálfur minningu af bílslysum þar sem kona hans meðal annars meiddist. „Það er nógu erfitt að koma að svona,“ segir Valgeir og finnur greinilega til með þeim sem slösuðust í slysinu. Aðspurður hvort lagið sem hann söng, Popplag í G-dúr, hafi ekki verið tilvalið í ljósi upphafslínu lagsins tekur Valgeir undir með blaðamanni. „Þetta er bömmer eins og hann getur orðið af dýpstu upplifun,“ en lagið hefst sem kunnugt er á orðunum: „Ég er hér staddur á algörum bömmer…“ Helgi hafi tekið undir í viðlaginu og honum hafi liðið eins og hann væri að gera eitthvað gagn. Ljóst er á orðum Helga að hann er svo sannarlega sama sinnis.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21