Páll segir Illuga eiga að segja af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Páll Magnússon telur Illuga Gunnarsson hafa orðið uppvísan að pólitískri spillingu. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47
Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48
Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22