Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 15:04 Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira