Maradona: Blatter veit ekki neitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 08:00 Það var í þessum stól í Jórdaníu sem Maradona lét gamminn geysa. vísir/getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er ekki ánægður með störf Sepps Blatters, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sá svissneski býður sig fram til forseta í fimmta sinn, en hann er orðinn 79 ára gamall. Maradona ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma Prince Ali bin Al-Hussein til valda hjá FIFA. „Ef ég myndi ekki trúa að Prince Ali yrði góður forseti FIFA væri ég ekki hérna,“ sagði Maradona á knattspyrnuráðstefnu í Amman, höfuðborg Jórdaníu. „Eins og fótboltaheimurinn veit ríkir fullkomið stjórnleysi innan FIFA þar sem einn maður ræður öllu.“ „En Blatter veit nákvæmlega ekki neitt. Þess vegna er kominn tími á breytingar. Meira að segja kollegar hans hafa ráðlagt Blatter að hætta.“ Maradona segir Blatter hafa skaðað íþróttina og skaðinn verði einfaldlega meiri haldi hann áfram sem forseti. „Hann hefur gert fótboltanum mikinn skaða síðan hann tók við. Það er kominn tími á að hann stígi til hliðar og láti okkur, sem höfum fullan styrk, endurvekja fótboltann,“ sagði Diego Maradona. FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er ekki ánægður með störf Sepps Blatters, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sá svissneski býður sig fram til forseta í fimmta sinn, en hann er orðinn 79 ára gamall. Maradona ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma Prince Ali bin Al-Hussein til valda hjá FIFA. „Ef ég myndi ekki trúa að Prince Ali yrði góður forseti FIFA væri ég ekki hérna,“ sagði Maradona á knattspyrnuráðstefnu í Amman, höfuðborg Jórdaníu. „Eins og fótboltaheimurinn veit ríkir fullkomið stjórnleysi innan FIFA þar sem einn maður ræður öllu.“ „En Blatter veit nákvæmlega ekki neitt. Þess vegna er kominn tími á breytingar. Meira að segja kollegar hans hafa ráðlagt Blatter að hætta.“ Maradona segir Blatter hafa skaðað íþróttina og skaðinn verði einfaldlega meiri haldi hann áfram sem forseti. „Hann hefur gert fótboltanum mikinn skaða síðan hann tók við. Það er kominn tími á að hann stígi til hliðar og láti okkur, sem höfum fullan styrk, endurvekja fótboltann,“ sagði Diego Maradona.
FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira