Sigurður Ingi ekki hissa á óánægju útgerðarmanna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 4. maí 2015 21:47 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.” Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.”
Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00