Umfjöllun: Serbía - Ísland 25-25 | Risastig í Nis Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2015 16:00 Vísir/Ernir Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira