Stærstu skrefin hingað til við losun hafta að mati fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:37 Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira