Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2015 10:43 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00