Hver er þessi Matthew Dellavedova? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Matthew Dellavedova. Vísir/Getty Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington. NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington.
NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10
Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30
NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30