Engin sátt um rammaáætlun ef breytingartillaga verður samþykkt Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2015 18:45 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf. Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf.
Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira