„Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. desember 2025 15:18 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur. Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar um makrílveiðar fyrr í vikunni. Þetta er fyrsta samkomulagið sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af alvöru í íslenskri lögsögu árið 2007. Samkvæmt samningnum fær Ísland rétt á 12,5 prósentum af heildarmakrílkvótanum en gefur upp tvö af þeim prósentum fyrir réttinn til að veiða í lögsögu hinna ríkjanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu samkomulagið harkalega og sökuðu utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju. Ráðherra var sömuleiðis gagnrýndur í þinginu fyrir að hafa ekki haft nægt samráð við utanríkismálanefnd og sjávarútvegsgeirann áður en samningurinn var undirritaður. Ekki langt frá markmiðum Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki tækist að halda þeim 16,5 prósenta hluti sem Ísland hafði áður. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við myndum aldrei ná því. En við vorum búnir að tala um að 12, 13 prósent gætum við alveg verið sáttir með. Svo vildi hluti af okkar geira fá veiðirétt inni í lögsögu annarra ríkja og þá þarf að borga fyrir það. Í þessu tilfelli ákveða stjórnvöld að borga tvö prósent fyrir þennan veiðirétt. Þess vegna endum við með að mega veiða 10,5 prósent en þjóðríkið er í raun með 12,5 prósent í þessum stofni. Þessi prósenta er ekkert langt frá okkar markmiðum,“ segir hann. Evrópskar verslunarkeðjur hafi gert það skýrt að semji ríkin ekki um skiptingu makrílkvótans missti makríllinn svokallaða vottun sem myndi torvelda það umtalsvert að selja makrílafurðir á meginlandinu. „Fiskifræðingarnir hafa svo sagt að við séum að ofveiða makrílstofninn og hafa ráðlagt mjög litla veiði á næsta ári. Ef það verður allt fullt af makríl á Íslandsmiðum næsta sumar, þá má kannski segja að það hafi verið óheppilegt að semja núna, en ef það er rétt sem fiskifræðingarnir segja þá verður lítill makríll hér næsta sumar og þá er þetta alveg ásættanlegur samningur,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld verði að vinna betur með geiranum Þó sé ýmislegt sem íslensk stjórnvöld geti lært af samningagerðinni. Norðmenn hafi til dæmis samið um að tveir þriðju þess makríls sem veiddur er í norskri lögsögu verði boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. „Þetta er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld um að vinna betur með sjávarútveginum og atvinnulífinu í framtíðinni um það að tryggja atvinnulífið á Íslandi sem best þegar við gerum svona samninga. Við höfum verið mjög örlát síðustu tíu, fimmtán árin og okkur í sjávarútveginum hefur fundist þessar kvaðir á þessi ríki frekar rýrar miðað við hvað við erum skyldaðir til í öðrum ríkjum. Kannski getum við lært af því hvað Norðmenn eru harðir í að vernda sitt atvinnulíf og skapa atvinnu í Noregi,“ segir Guðmundur. Skynsamlegast sé að ná samningi sé það hægt. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt mælingum fiskifræðinga er makrílstofninn í hættu. „Þá er enn þá meiri pressa að ná samningum áður en hann verður bara ónýtur.“ Samningurinn er þá ekki áfellisdómur á samninganefndina? „Nei alls ekki. Þetta lítur illa út þegar við tökum aflamagnið sem við höfum verið að veiða á síðustu árum. Við erum að semja okkur úr 16,5 í 10,5 og mín persónulega skoðun var sú að ég var ekkert hrifinn af því að fara að veiða í lögsögu annarra ríkja og borga þessi tvö prósent fyrir. En svo er heildarmagnið að fara niður, það er aðalatriðið. Þess vegna verður aflamagnið lítið á Íslandi á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brim Makrílveiðar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar um makrílveiðar fyrr í vikunni. Þetta er fyrsta samkomulagið sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af alvöru í íslenskri lögsögu árið 2007. Samkvæmt samningnum fær Ísland rétt á 12,5 prósentum af heildarmakrílkvótanum en gefur upp tvö af þeim prósentum fyrir réttinn til að veiða í lögsögu hinna ríkjanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu samkomulagið harkalega og sökuðu utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju. Ráðherra var sömuleiðis gagnrýndur í þinginu fyrir að hafa ekki haft nægt samráð við utanríkismálanefnd og sjávarútvegsgeirann áður en samningurinn var undirritaður. Ekki langt frá markmiðum Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki tækist að halda þeim 16,5 prósenta hluti sem Ísland hafði áður. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við myndum aldrei ná því. En við vorum búnir að tala um að 12, 13 prósent gætum við alveg verið sáttir með. Svo vildi hluti af okkar geira fá veiðirétt inni í lögsögu annarra ríkja og þá þarf að borga fyrir það. Í þessu tilfelli ákveða stjórnvöld að borga tvö prósent fyrir þennan veiðirétt. Þess vegna endum við með að mega veiða 10,5 prósent en þjóðríkið er í raun með 12,5 prósent í þessum stofni. Þessi prósenta er ekkert langt frá okkar markmiðum,“ segir hann. Evrópskar verslunarkeðjur hafi gert það skýrt að semji ríkin ekki um skiptingu makrílkvótans missti makríllinn svokallaða vottun sem myndi torvelda það umtalsvert að selja makrílafurðir á meginlandinu. „Fiskifræðingarnir hafa svo sagt að við séum að ofveiða makrílstofninn og hafa ráðlagt mjög litla veiði á næsta ári. Ef það verður allt fullt af makríl á Íslandsmiðum næsta sumar, þá má kannski segja að það hafi verið óheppilegt að semja núna, en ef það er rétt sem fiskifræðingarnir segja þá verður lítill makríll hér næsta sumar og þá er þetta alveg ásættanlegur samningur,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld verði að vinna betur með geiranum Þó sé ýmislegt sem íslensk stjórnvöld geti lært af samningagerðinni. Norðmenn hafi til dæmis samið um að tveir þriðju þess makríls sem veiddur er í norskri lögsögu verði boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. „Þetta er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld um að vinna betur með sjávarútveginum og atvinnulífinu í framtíðinni um það að tryggja atvinnulífið á Íslandi sem best þegar við gerum svona samninga. Við höfum verið mjög örlát síðustu tíu, fimmtán árin og okkur í sjávarútveginum hefur fundist þessar kvaðir á þessi ríki frekar rýrar miðað við hvað við erum skyldaðir til í öðrum ríkjum. Kannski getum við lært af því hvað Norðmenn eru harðir í að vernda sitt atvinnulíf og skapa atvinnu í Noregi,“ segir Guðmundur. Skynsamlegast sé að ná samningi sé það hægt. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt mælingum fiskifræðinga er makrílstofninn í hættu. „Þá er enn þá meiri pressa að ná samningum áður en hann verður bara ónýtur.“ Samningurinn er þá ekki áfellisdómur á samninganefndina? „Nei alls ekki. Þetta lítur illa út þegar við tökum aflamagnið sem við höfum verið að veiða á síðustu árum. Við erum að semja okkur úr 16,5 í 10,5 og mín persónulega skoðun var sú að ég var ekkert hrifinn af því að fara að veiða í lögsögu annarra ríkja og borga þessi tvö prósent fyrir. En svo er heildarmagnið að fara niður, það er aðalatriðið. Þess vegna verður aflamagnið lítið á Íslandi á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brim Makrílveiðar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira