„Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. desember 2025 15:18 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur. Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar um makrílveiðar fyrr í vikunni. Þetta er fyrsta samkomulagið sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af alvöru í íslenskri lögsögu árið 2007. Samkvæmt samningnum fær Ísland rétt á 12,5 prósentum af heildarmakrílkvótanum en gefur upp tvö af þeim prósentum fyrir réttinn til að veiða í lögsögu hinna ríkjanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu samkomulagið harkalega og sökuðu utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju. Ráðherra var sömuleiðis gagnrýndur í þinginu fyrir að hafa ekki haft nægt samráð við utanríkismálanefnd og sjávarútvegsgeirann áður en samningurinn var undirritaður. Ekki langt frá markmiðum Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki tækist að halda þeim 16,5 prósenta hluti sem Ísland hafði áður. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við myndum aldrei ná því. En við vorum búnir að tala um að 12, 13 prósent gætum við alveg verið sáttir með. Svo vildi hluti af okkar geira fá veiðirétt inni í lögsögu annarra ríkja og þá þarf að borga fyrir það. Í þessu tilfelli ákveða stjórnvöld að borga tvö prósent fyrir þennan veiðirétt. Þess vegna endum við með að mega veiða 10,5 prósent en þjóðríkið er í raun með 12,5 prósent í þessum stofni. Þessi prósenta er ekkert langt frá okkar markmiðum,“ segir hann. Evrópskar verslunarkeðjur hafi gert það skýrt að semji ríkin ekki um skiptingu makrílkvótans missti makríllinn svokallaða vottun sem myndi torvelda það umtalsvert að selja makrílafurðir á meginlandinu. „Fiskifræðingarnir hafa svo sagt að við séum að ofveiða makrílstofninn og hafa ráðlagt mjög litla veiði á næsta ári. Ef það verður allt fullt af makríl á Íslandsmiðum næsta sumar, þá má kannski segja að það hafi verið óheppilegt að semja núna, en ef það er rétt sem fiskifræðingarnir segja þá verður lítill makríll hér næsta sumar og þá er þetta alveg ásættanlegur samningur,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld verði að vinna betur með geiranum Þó sé ýmislegt sem íslensk stjórnvöld geti lært af samningagerðinni. Norðmenn hafi til dæmis samið um að tveir þriðju þess makríls sem veiddur er í norskri lögsögu verði boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. „Þetta er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld um að vinna betur með sjávarútveginum og atvinnulífinu í framtíðinni um það að tryggja atvinnulífið á Íslandi sem best þegar við gerum svona samninga. Við höfum verið mjög örlát síðustu tíu, fimmtán árin og okkur í sjávarútveginum hefur fundist þessar kvaðir á þessi ríki frekar rýrar miðað við hvað við erum skyldaðir til í öðrum ríkjum. Kannski getum við lært af því hvað Norðmenn eru harðir í að vernda sitt atvinnulíf og skapa atvinnu í Noregi,“ segir Guðmundur. Skynsamlegast sé að ná samningi sé það hægt. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt mælingum fiskifræðinga er makrílstofninn í hættu. „Þá er enn þá meiri pressa að ná samningum áður en hann verður bara ónýtur.“ Samningurinn er þá ekki áfellisdómur á samninganefndina? „Nei alls ekki. Þetta lítur illa út þegar við tökum aflamagnið sem við höfum verið að veiða á síðustu árum. Við erum að semja okkur úr 16,5 í 10,5 og mín persónulega skoðun var sú að ég var ekkert hrifinn af því að fara að veiða í lögsögu annarra ríkja og borga þessi tvö prósent fyrir. En svo er heildarmagnið að fara niður, það er aðalatriðið. Þess vegna verður aflamagnið lítið á Íslandi á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brim Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar um makrílveiðar fyrr í vikunni. Þetta er fyrsta samkomulagið sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af alvöru í íslenskri lögsögu árið 2007. Samkvæmt samningnum fær Ísland rétt á 12,5 prósentum af heildarmakrílkvótanum en gefur upp tvö af þeim prósentum fyrir réttinn til að veiða í lögsögu hinna ríkjanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu samkomulagið harkalega og sökuðu utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju. Ráðherra var sömuleiðis gagnrýndur í þinginu fyrir að hafa ekki haft nægt samráð við utanríkismálanefnd og sjávarútvegsgeirann áður en samningurinn var undirritaður. Ekki langt frá markmiðum Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki tækist að halda þeim 16,5 prósenta hluti sem Ísland hafði áður. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við myndum aldrei ná því. En við vorum búnir að tala um að 12, 13 prósent gætum við alveg verið sáttir með. Svo vildi hluti af okkar geira fá veiðirétt inni í lögsögu annarra ríkja og þá þarf að borga fyrir það. Í þessu tilfelli ákveða stjórnvöld að borga tvö prósent fyrir þennan veiðirétt. Þess vegna endum við með að mega veiða 10,5 prósent en þjóðríkið er í raun með 12,5 prósent í þessum stofni. Þessi prósenta er ekkert langt frá okkar markmiðum,“ segir hann. Evrópskar verslunarkeðjur hafi gert það skýrt að semji ríkin ekki um skiptingu makrílkvótans missti makríllinn svokallaða vottun sem myndi torvelda það umtalsvert að selja makrílafurðir á meginlandinu. „Fiskifræðingarnir hafa svo sagt að við séum að ofveiða makrílstofninn og hafa ráðlagt mjög litla veiði á næsta ári. Ef það verður allt fullt af makríl á Íslandsmiðum næsta sumar, þá má kannski segja að það hafi verið óheppilegt að semja núna, en ef það er rétt sem fiskifræðingarnir segja þá verður lítill makríll hér næsta sumar og þá er þetta alveg ásættanlegur samningur,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld verði að vinna betur með geiranum Þó sé ýmislegt sem íslensk stjórnvöld geti lært af samningagerðinni. Norðmenn hafi til dæmis samið um að tveir þriðju þess makríls sem veiddur er í norskri lögsögu verði boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. „Þetta er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld um að vinna betur með sjávarútveginum og atvinnulífinu í framtíðinni um það að tryggja atvinnulífið á Íslandi sem best þegar við gerum svona samninga. Við höfum verið mjög örlát síðustu tíu, fimmtán árin og okkur í sjávarútveginum hefur fundist þessar kvaðir á þessi ríki frekar rýrar miðað við hvað við erum skyldaðir til í öðrum ríkjum. Kannski getum við lært af því hvað Norðmenn eru harðir í að vernda sitt atvinnulíf og skapa atvinnu í Noregi,“ segir Guðmundur. Skynsamlegast sé að ná samningi sé það hægt. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt mælingum fiskifræðinga er makrílstofninn í hættu. „Þá er enn þá meiri pressa að ná samningum áður en hann verður bara ónýtur.“ Samningurinn er þá ekki áfellisdómur á samninganefndina? „Nei alls ekki. Þetta lítur illa út þegar við tökum aflamagnið sem við höfum verið að veiða á síðustu árum. Við erum að semja okkur úr 16,5 í 10,5 og mín persónulega skoðun var sú að ég var ekkert hrifinn af því að fara að veiða í lögsögu annarra ríkja og borga þessi tvö prósent fyrir. En svo er heildarmagnið að fara niður, það er aðalatriðið. Þess vegna verður aflamagnið lítið á Íslandi á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brim Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira