Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:00 mynd/landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent