Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:06 Sólin síðustu daga hefur haft áhrif á klæðingar á vegum landsins en þær þola hitann verr en malbikið. Vísir/Vilhelm Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“ Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“
Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira