Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:06 Sólin síðustu daga hefur haft áhrif á klæðingar á vegum landsins en þær þola hitann verr en malbikið. Vísir/Vilhelm Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“ Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“
Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira