Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2015 08:54 Konan mætti fyrir dóm í morgun. vísir/stefán Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54
Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36