Innlent

Lítil fjölgun undirskrifta vegna Þjóðareignar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rétt tæplega 31 þúsund manns höfðu skrifað undir á Þjóðareign.is upp úr hádegi í dag.
Rétt tæplega 31 þúsund manns höfðu skrifað undir á Þjóðareign.is upp úr hádegi í dag.
Rúmlega þrjátíu þúsund manns skrifuðu á aðeins fimm dögum undir áskorun til forseta Íslands að láta þjóðina greiða atkvæði um makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Síðustu fimm daga hafa hins vegar innan við eitt þúsund manns bæst í hópinn á Þjóðareign.is.

Velta má fyrir sér hvort loftið sé farið úr blöðrunni en sextán þúsund manns skrifuðu undir áskorunina fyrsta sólarhringinn. Að söfnuninni standa þau Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Þorkell Helgason og Jón Steinsson.

Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ), og Ólafur Jónsson skipstjóri tókust á um málið í Eyjunni á Stöð 2 í gær.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Uppfært klukkan 16:18

Fyrirsögn á fréttinni var breytt þar sem úr þeirri fyrri (Loftið úr Þjóðareignarblöðrunni) mátti lesa að lítið væri gert úr átakinu sem alls ekki var meiningin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×