Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:52 Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00