Rickie Fowler sigraði á Players eftir ótrúlega dramatík á lokahringnum 11. maí 2015 00:17 Rickie Fowler eftir að hafa sett niður sigurpúttið á 17. flöt. Getty Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira