Innlent

Mikill meirihluti vill að hljóðupptökur séu tilkynntar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríflega 90% aðspurðra vilja að fjölmiðlamenn kynni viðmælendum sínum ætli þeir sér að hljóðrita símtal.
Ríflega 90% aðspurðra vilja að fjölmiðlamenn kynni viðmælendum sínum ætli þeir sér að hljóðrita símtal. vísir/sáp
Ríflega 90% aðspurðra vilja að fjölmiðlamenn kynni viðmælendum sínum ætli þeir sér að hljóðrita símtal.

Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 16 til 21. apríl 2015.

Þar segir að þessi afstaða njóta yfirgnæfandi stuðnings í öllum hópum og meðal kvenna og yngsta aldurshópsins njóti hún um 96% stuðnings.

Spurt var: Telur þú rétt að fjölmiðlamönnum beri að upplýsa viðmælendur sína áður en símtöl eru hljóðrituð?

Þess má geta að fyrir alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum þar sem skerpt er á gildandi ákvæðum um að hljóðritanir símtala séu kynntar viðmælanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×