Stærstu styrktaraðilar alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA hafa lýst áhyggjum af stöðunni sem upp er komin í knattspyrnusambandinu eftir að sjö hátt settir einstaklingar innan samtakanna voru handteknir í Sviss í gær.
Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur.
Einstaklingarnir sjö sem handteknir voru í Sviss, þar sem ársfundur alþjóða knattspyrnusambandsins fer fram, eru meðal 14 aðila sem bandarísk stjórnvöld hafa ákært fyrir spillingu og peningaþvætti.
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir

Tengdar fréttir

Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990
Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins.