Segir að Sepp Blatter verði að fara Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 23:32 Graig Dyke, framkvæmdastjóri Enska fótboltasambandsins, eða FA, segir að Sepp Blatter, forstjóri FIFA, verði að yfirgefa samtökin. Hann segist ekki sannfærður eftir tilkynningu Blatter um að FIFA myndi vinna sér aftur inn traust aðdáenda fótbolta með því að auka baráttuna gegn spillingu. Dyke gengur töluvert lengra en Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sem segir að fresta eigi kosningunum um næsta forseta FIFA um hálft ár. Að óbreyttu verða þær á föstudaginn og býður Blatter til fimmta fjögurra ára kjörtímabilsins sem forstjóri FIFA. Gegn honum er Ali, prins Jórdaníu. „Blatter hefur sent frá sér tilkynningu um að nú sé rétti tíminn til að endurbyggja traust FIFA,“ sagði Dyke í kvöld. „það er ómögulegt endurbyggja það traust á meðan Sepp Blatter er enn þar. Hann verður að fara. Annaðhvort þarf hann að segja af sér, eða það þarf að kjósa hann burt, eða við þurfum að finna þriðja möguleikann.“ „Ég tel skaðinn sem þetta hafi valdið FIFA sé svo mikill að það sé ómögulegt að endurbyggja samtökin á meðan hann er þarna. UEFA þarf að reyna að bola honum í burtu.“ Sjö starfsmenn FIFA voru handteknir í Sviss eftir að þeir voru ákærðir í Bandaríkjunum fyrir meðal annars spillingu og mútur. Tveir aðrir starfsmenn samtakanna voru einnig ákærðir sem og fimm aðrir. Tilkynningu Blatter vegna málsins má sjá hér. Sjá einnig: Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samkvæmt AP fréttaveitunni gaf Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, sig fram til lögreglu í Trinidad and Tobago vegna ákærunnar í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra landsins segir að þeir hafi unnið með Bandaríkjunum að rannsókn málsins í eitt ár. Honum var bolað frá FIFA árið 2011, eftir mútuhneyksli. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Graig Dyke, framkvæmdastjóri Enska fótboltasambandsins, eða FA, segir að Sepp Blatter, forstjóri FIFA, verði að yfirgefa samtökin. Hann segist ekki sannfærður eftir tilkynningu Blatter um að FIFA myndi vinna sér aftur inn traust aðdáenda fótbolta með því að auka baráttuna gegn spillingu. Dyke gengur töluvert lengra en Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sem segir að fresta eigi kosningunum um næsta forseta FIFA um hálft ár. Að óbreyttu verða þær á föstudaginn og býður Blatter til fimmta fjögurra ára kjörtímabilsins sem forstjóri FIFA. Gegn honum er Ali, prins Jórdaníu. „Blatter hefur sent frá sér tilkynningu um að nú sé rétti tíminn til að endurbyggja traust FIFA,“ sagði Dyke í kvöld. „það er ómögulegt endurbyggja það traust á meðan Sepp Blatter er enn þar. Hann verður að fara. Annaðhvort þarf hann að segja af sér, eða það þarf að kjósa hann burt, eða við þurfum að finna þriðja möguleikann.“ „Ég tel skaðinn sem þetta hafi valdið FIFA sé svo mikill að það sé ómögulegt að endurbyggja samtökin á meðan hann er þarna. UEFA þarf að reyna að bola honum í burtu.“ Sjö starfsmenn FIFA voru handteknir í Sviss eftir að þeir voru ákærðir í Bandaríkjunum fyrir meðal annars spillingu og mútur. Tveir aðrir starfsmenn samtakanna voru einnig ákærðir sem og fimm aðrir. Tilkynningu Blatter vegna málsins má sjá hér. Sjá einnig: Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samkvæmt AP fréttaveitunni gaf Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, sig fram til lögreglu í Trinidad and Tobago vegna ákærunnar í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra landsins segir að þeir hafi unnið með Bandaríkjunum að rannsókn málsins í eitt ár. Honum var bolað frá FIFA árið 2011, eftir mútuhneyksli.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45