Bónusgreiðslur til bankastarfsmanna: Verðbréfafyrirtækjum hugsanlega gefinn meiri slaki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 21:38 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan
Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira