Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, fékk í gær heimild frá flokknum sínum til að ganga til samninga við lánadrottna um nýtt neyðarlán.
Ríkissjóður Grikklands getur ekki staðið við tug milljarða greiðslu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem á að inna af hendi 5. júní næstkomandi. Vonast Tsipras til að samkomulag verði í höfn fyrir þann tíma til að forða gríska ríkinu frá gjaldþroti.
Forsætisráðherrann hefur áður sagt að ríkið muni greiða út laun- og eftirlaun um mánaðarmótin en þá mun lausafé ríkissjóðs ekki nægja fyrir 300 milljóna evra, jafnvirði 44 milljarða króna, afborgun til sjóðsins.
Fékk heimild flokksins til nauðasamninga
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
