Enski boltinn

Ótrúleg innkoma hjá Færeyingnum í sigri FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brandur Olsen.
Brandur Olsen. Vísir/Getty
Brandur Olsen reyndist hetja FC Kaupmannahöfn gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Brandur skoraði eina mark leiksins.

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik kom eina mark leiksins.

Rúrik Gíslason fiskaði þá aukaspyrnu, en um leið og Rúrik fiskaði aukaspyrnuna var Brandi skipt inná. Hann fór beint og tók aukaspyrnuna og boltinn lá í netinu.

Mark færeyska landsliðsmannsins reyndist sigurmarkið í leiknum, en FCK tryggði sér annað sætið með sigrinum. Það gefur þáttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson spiluðu allan leikinn fyrir FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×