„Við Gísli vorum alltaf til í að taka að okkur barn“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. maí 2015 14:30 Guðrún Ögmundsdóttir var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. Vísir/GVA Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00
Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent