Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational - Rory McIlroy datt úr leik á Wentworth 23. maí 2015 12:30 Kevin Na á öðrum hring. Getty Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira