Það er ekki eitt, það er allt Benóný Harðarson skrifar 22. maí 2015 10:44 Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun