H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.

Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn.
Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.
Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.