Femínismi lifir góðu lífi á Íslandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 20:57 „Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira