Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Birgir Olgeirsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 7. júní 2015 22:37 Steingrímur J. Sigfússon Vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“ Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“
Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54
Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12