Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:30 Guðbjörg Ríkey stóð einnig fyrir Frelsum geirvörtuna viðburði í Laugardalslauginni í vetur. Vísir/Aðsend/Vilhelm Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00. #FreeTheNipple Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00.
#FreeTheNipple Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira