Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 16:40 Malín Brand. Vísir/Vilhelm Malín Brand hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna seinna fjárkúgunarmálsins. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa hún og systir hennar, Hlín Einarsdóttir, verið kærðar fyrir að kúga fé út úr manni sem þær sökuðu um að hafa nauðgað Hlín.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Malín segir málsatvik seinna málsins hafa verið með þeim hætti að Hlín hafi hringt í hana að kvöldi laugardagsins 4. apríl síðastliðinn í miklu uppnámi. „Og sagði mér að sér hefði verið nauðgað af fyrrverandi samstarfsfélaga sínum. Hún velti þá fyrir sér að kæra manninn. Hann reyndi að ná sambandi við hana daginn eftir en hún vildi ekki tala við hann. Í kjölfarið áttum við samskipti þar sem ég lýsti reiði minni en hann lagði áherslu, samkvæmt mínum skilningi, á að fá hana til að kæra ekki,“ segir Malín í þessari yfirlýsingu.Hlín Einarsdóttir.Vísir/ValliSegir systur sína hafa leitað á bráðamóttöku Hún segir Hlín hafa beðið hana um að aka sig á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem Hlín fékk aðhlynningu og skoðun. Malín segir starfsfólk hafa metið það svo að ástand Hlínar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. „Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki,“ skrifar Malín sem segir systur hennar hafa fallist á þessi sjónarmið og segir sátt hafa orðið um greiðslu miskabóta. Sjá einnig: Sökuðu manninn um að hafa nauðgað HlínSegir um sátt að ræða en ekki kvittun „Upphæð bótanna var hennar tillaga. Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau. Eins og fram hefur komið veitti ég sáttafénu viðtöku fyrir hönd systur minnar og kom því áfram til hennar. Sáttin var handskrifuð í tveimur eintökum sem aðilar undirrituðu, annars vegar viðkomandi og hins vegar ég fyrir hönd systur minnar, þar sem hver hélt eftir sínu eintaki. Upphæðin kom þar m.a. fram en ekki var um kvittun að ræða,“ skrifar Malín. Hún segist leggja áherslu á að hún vilji ekki stuðla að því að flekka mannorð nokkurs manns. Ekki megi sakfella neinn fyrr en mál hafa verið að fullu rannsökuð. „Mein brot mannsins er alvarlegt, rétt eins og aðkoma mín að brot systur minnar gagnvart forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða.“Yfirlýsingu Malínar má lesa í heild hér fyrir neðan: Vegna fréttaflutnings fjölmiðla vil ég koma eftirfarandi á framfæri:Málsatvik í seinna málinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru eftirfarandi. Að kvöldi laugardagsins 4. apríl sl. hringdi Hlín systir mín í mig í miklu uppnámi og sagði mér að sér hafi verið nauðgað af fyrrverandi samstarfsfélaga sínum. Hún velti þá fyrir sér að kæra manninn. Hann reyndi að ná sambandi við hana daginn eftir en hún vildi ekki tala við hann. Í kjölfarið áttum við samskipti þar sem ég lýsti reiði minni en hann lagði áherslu, samkvæmt mínum skilningi, á að fá hana til að kæra ekki.Á þriðjudeginum bað Hlín mig að keyra sig á bráðamótttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem hún fékk aðhlynningu og skoðun. Ástand hennar að mati starfsfólks þar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki. Systir mín féllst á þessi sjónarmið og úr varð sátt með greiðslu miskabóta. Upphæð bótanna var hennar tillaga. Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau. Eins og fram hefur komið veitti ég sáttafénu viðtöku fyrir hönd systur minnar og kom því áfram til hennar. Sáttin var handskrifuð í tveimur eintökum sem aðilar undirrituðu, annars vegar viðkomandi og hins vegar ég fyrir hönd systur minnar, þar sem hver hélt eftir sínu eintaki. Upphæðin kom þar m.a. fram en ekki var um kvittun að ræða.Ég legg áherslu á að ég vil ekki stuðla að því að flekka mannorð nokkurs manns. Ekki má sakfella neinn fyrr en mál hafa verið að fullu rannsökuð. Meint brot mannsins er alvarlegt, rétt eins og aðkoma mín að broti systur minnar gagnvart forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða.Virðingarfyllst,Malín Brand Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað að reyna að kúga fé úr hendi forsætisráðherra. 2. júní 2015 13:27 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Blinduð af fjölskyldutengslum og segist ekki hafa kúgað forsætisráðherra Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt tilraun til að kúga fé af forsætisráðherra. Hún var handtekin ásamt systur sinni í Hafnarfirði á föstudaginn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. 2. júní 2015 21:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Malín Brand hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna seinna fjárkúgunarmálsins. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa hún og systir hennar, Hlín Einarsdóttir, verið kærðar fyrir að kúga fé út úr manni sem þær sökuðu um að hafa nauðgað Hlín.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Malín segir málsatvik seinna málsins hafa verið með þeim hætti að Hlín hafi hringt í hana að kvöldi laugardagsins 4. apríl síðastliðinn í miklu uppnámi. „Og sagði mér að sér hefði verið nauðgað af fyrrverandi samstarfsfélaga sínum. Hún velti þá fyrir sér að kæra manninn. Hann reyndi að ná sambandi við hana daginn eftir en hún vildi ekki tala við hann. Í kjölfarið áttum við samskipti þar sem ég lýsti reiði minni en hann lagði áherslu, samkvæmt mínum skilningi, á að fá hana til að kæra ekki,“ segir Malín í þessari yfirlýsingu.Hlín Einarsdóttir.Vísir/ValliSegir systur sína hafa leitað á bráðamóttöku Hún segir Hlín hafa beðið hana um að aka sig á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem Hlín fékk aðhlynningu og skoðun. Malín segir starfsfólk hafa metið það svo að ástand Hlínar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. „Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki,“ skrifar Malín sem segir systur hennar hafa fallist á þessi sjónarmið og segir sátt hafa orðið um greiðslu miskabóta. Sjá einnig: Sökuðu manninn um að hafa nauðgað HlínSegir um sátt að ræða en ekki kvittun „Upphæð bótanna var hennar tillaga. Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau. Eins og fram hefur komið veitti ég sáttafénu viðtöku fyrir hönd systur minnar og kom því áfram til hennar. Sáttin var handskrifuð í tveimur eintökum sem aðilar undirrituðu, annars vegar viðkomandi og hins vegar ég fyrir hönd systur minnar, þar sem hver hélt eftir sínu eintaki. Upphæðin kom þar m.a. fram en ekki var um kvittun að ræða,“ skrifar Malín. Hún segist leggja áherslu á að hún vilji ekki stuðla að því að flekka mannorð nokkurs manns. Ekki megi sakfella neinn fyrr en mál hafa verið að fullu rannsökuð. „Mein brot mannsins er alvarlegt, rétt eins og aðkoma mín að brot systur minnar gagnvart forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða.“Yfirlýsingu Malínar má lesa í heild hér fyrir neðan: Vegna fréttaflutnings fjölmiðla vil ég koma eftirfarandi á framfæri:Málsatvik í seinna málinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru eftirfarandi. Að kvöldi laugardagsins 4. apríl sl. hringdi Hlín systir mín í mig í miklu uppnámi og sagði mér að sér hafi verið nauðgað af fyrrverandi samstarfsfélaga sínum. Hún velti þá fyrir sér að kæra manninn. Hann reyndi að ná sambandi við hana daginn eftir en hún vildi ekki tala við hann. Í kjölfarið áttum við samskipti þar sem ég lýsti reiði minni en hann lagði áherslu, samkvæmt mínum skilningi, á að fá hana til að kæra ekki.Á þriðjudeginum bað Hlín mig að keyra sig á bráðamótttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem hún fékk aðhlynningu og skoðun. Ástand hennar að mati starfsfólks þar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki. Systir mín féllst á þessi sjónarmið og úr varð sátt með greiðslu miskabóta. Upphæð bótanna var hennar tillaga. Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau. Eins og fram hefur komið veitti ég sáttafénu viðtöku fyrir hönd systur minnar og kom því áfram til hennar. Sáttin var handskrifuð í tveimur eintökum sem aðilar undirrituðu, annars vegar viðkomandi og hins vegar ég fyrir hönd systur minnar, þar sem hver hélt eftir sínu eintaki. Upphæðin kom þar m.a. fram en ekki var um kvittun að ræða.Ég legg áherslu á að ég vil ekki stuðla að því að flekka mannorð nokkurs manns. Ekki má sakfella neinn fyrr en mál hafa verið að fullu rannsökuð. Meint brot mannsins er alvarlegt, rétt eins og aðkoma mín að broti systur minnar gagnvart forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða.Virðingarfyllst,Malín Brand
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað að reyna að kúga fé úr hendi forsætisráðherra. 2. júní 2015 13:27 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Blinduð af fjölskyldutengslum og segist ekki hafa kúgað forsætisráðherra Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt tilraun til að kúga fé af forsætisráðherra. Hún var handtekin ásamt systur sinni í Hafnarfirði á föstudaginn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. 2. júní 2015 21:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38
Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað að reyna að kúga fé úr hendi forsætisráðherra. 2. júní 2015 13:27
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Blinduð af fjölskyldutengslum og segist ekki hafa kúgað forsætisráðherra Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt tilraun til að kúga fé af forsætisráðherra. Hún var handtekin ásamt systur sinni í Hafnarfirði á föstudaginn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. 2. júní 2015 21:30