UFC orðið leiðandi afl í lyfjamálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 22:45 Dana White, forseti UFC. vísir/getty UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast. MMA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast.
MMA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira