Rifjar upp mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:00 Andrés Jónsson rifjaði upp mútutilraun í tíð Davíðs Odssonar og segir forsætisráðherra hafa átt að eiga frumkvæði að því að upplýsa um atburði. Mynd/Stöð 2 Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira