Rifjar upp mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:00 Andrés Jónsson rifjaði upp mútutilraun í tíð Davíðs Odssonar og segir forsætisráðherra hafa átt að eiga frumkvæði að því að upplýsa um atburði. Mynd/Stöð 2 Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira