Mikil reiði vegna afgreiðslu frumvarps Höskuldar úr þingnefnd Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 11:50 Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Visir Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“ Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira