Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 10:39 Mynd af Ingva Hrafni, þar sem hann sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn af skjánum, hefur vakið upp verulega reiði meðal heilbrigðisstétta. Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira