Úrslitin í Danmörku ráðast á síðustu atkvæðunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 18:35 Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira