Launaseðill hjúkrunarfræðings Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2015 10:01 Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar