Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 18:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27