Átta flugvélar Icelandair neyðst til að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðasta áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2015 16:43 Frá Reykjavíkurflugvelli vísir/vilhelm Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent