Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja 21. júní 2015 16:37 Vísir/EPa Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi. Grikkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi.
Grikkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira