Segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 10:31 Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent. Wow Cyclothon Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent.
Wow Cyclothon Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira