Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 13:00 Ásgeir Börkur ætti að fagna þjálfaraskiptum Fylkis. vísir/stefán Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira