„Fullkomið tómlæti“ og „óskiljanleg vinnubrögð“ ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 12:28 Páll Halldórsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir í dómsal í morgun. vísir/gva Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31
Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11
Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00