Fylgstu með í beinni: Niðurstaðan nei eftir að helmingur atkvæða hefur verið talinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 17:21 Grikkir hafa safnast saman á kaffihúsum og veitingastöðum til að fylgjast með niðurstöðunum. Vísir/EPA Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni: Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni:
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31
Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03
Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44